Fréttir

Áskell Örn međ fullt hús á Startmótinu.

Starfsár Skákfélags Akureyrar hófst í dag með hinu árlega Startmóti. Ræddur var sá möguleiki að halda mótið utandyra, enda hefur verið einmuna blíða í Eyjarfirði undanfarna daga. Niðurstaða umræðunnar varð hinsvegar sú að hitinn úti væri of mikill til þess að hægt væri að bjóða upp á slíkt. Svo sannarlega ekki hversdagslegur vandi það !

Ellefu galvaskir skákmenn létu sig hafa það að njóta veðurblíðunnar innandyra, og tefldu einfalda umferð, allir við alla.

Áskell Örn Kárason gerði sér lítið fyrir og vann allar sínar skákir !, og hlaut þar með 10 vinninga af 10 mögulegum. Í öðru sæti var Tómas Veigar með sjö vinninga, og jafnir í 3.-5. sæti voru Gylfi Þórhallsson, Mikael Jóhann Karlsson og Haki Jóhannesson. Þeir félagar drógu um hver hreppti 3. sætið, en það kom í hlut Haka Jóhannessonar.

Úrslit:

1.      Áskell Örn Kárason 10 vinningar af 10!
2.       Tómas Veigar Sigurðarson 7.
3.      Haki Jóhannesson 6,5
4.      Mikael Jóhann Karlsson 6,5
5.      Gylfi Þórhallsson 6,5
6.      Jón Kristinn Þorgeirsson 5,5
7.      Sigurður Eiríksson 4,5

Startmót Skákfélags Akureyrar

5. september 2010  
    1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 Samtals
1 Karl Steingrímsson   0 0 0 0 ½ 0 1 1 0 0
2 Mikael Jóhann Karlsson 1   1 1 0 ½ 1 0 1 0 1
3 Haki Jóhannesson 1 0   1 1 1 0 ½ 1 0 1
4 Sigurður Arnarson 1 0 0   0 1 0 0 1 0 ½
5 Gylfi Þórhallsson 1 1 0 1   ½ 1 1 1 0 0
6 Haukur H. Jónsson ½ ½ 0 0 ½   0 0 0 0 0
7 Tómas Veigar Sigurðarson 1 0 1 1 0 1   1 1 0 1 7
8 Sigurður Eiríksson 0 1 ½ 1 0 1 0   1 0 0
9 Sveinbjörn Sigurðsson 0 0 0 0 0 1 0 0   0 0 1
10 Áskell Örn Kárason 1 1 1 1 1 1 1 1 1   1 10
11 Jón Kristinn Þorgeirsson 1 0 0 ½ 1 1 0 1 1 0  
 

 Næst á dagskrá hjá félaginu er aðalfundurinn, en hann fer fram nk. fimmtudag (9. sept) kl. 20.

Barna- og unglinga æfingar hefjast á þriðjudag 7. september kl. 17.00 og verða einnig á miðvikudögum frá kl. 17.00 - 18.30.

Æfingagjald fram að áramótum er kr. 5000 og eru keppnisgjöld í mótum félagsins innifalið í því. 

 Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning