Kjördćmismót í skólaskák 2010.
fimmtudagur 22.apr.10 13:04 - Gylfi Ţórhallsson - Lestrar 5888

Verđlaunahafar á kjördćmismótinu.
Kjördæmismótið á Norðurlandi eystra í skólaskák fór fram sl. mánudag í Valsárskóla á Svalbarðseyri við Eyjafjörð. Alls voru 16 keppendur, 7 í eldri flokki og 9 keppendur í yngri. Mikael Jóhann Karlsson vann örugglega í flokki 8. - 10. bekk, vann allar sínar sex skákir og Hjörtur Snær Jónsson varð annar með fimm vinninga. Þetta var fimmta árið í röð sem Mikael vinnur kjördæmismótið, þrjú fyrstu varð það í yngri flokki.
Jón Kristinn Þorgeirsson sigraði einnig örugglega í yngri flokknum (1. - 7. bekk) fékk fullt hús 8 vinningar af 8! Andri Freyr Björgvinsson varð annar með 7 vinninga. Þetta var annað árið í röð sem Jón vinnur kjördæmismótið.
Lokastaðan:
8. - 10. bekkur. | ||||
vinn. | ||||
1. | Mikael Jóhann Karlsson | Brekkuskóla | 6 | af 6! |
2. | Hjörtur Snær Jónsson | Glerárskóla | 5 | |
3. | Benedikt Þór Jóhannsson | Borgahólsskóla | 4 | |
4. | Hersteinn Heiðarsson | Glerárskóla | 3 | |
5. | Samuel Chaen | Valsárskóla | 1 | |
6. | Aron Fannar Skarpheðinsson | Hlíðaskóla | 1 | |
7. | Svavar Jónsson | Valsárskóla | 1 | |
Tefldar voru 15. | mínútna skákir. | |||
1. - 7. bekkur. | vinn. | |||
1. | Jón Kristinn Þorgeirsson | Lundarskóla | 8 | |
2. | Andri Freyr Björgvinsson | Brekkuskóla | 7 | |
3. | Snorri Hallgrímsson | Borgahólsskóla | 5 + | 15 stig. |
4. | Hlynur Snær Viðarsson | Borgahólsskóla | 5 + | 11 st. |
5. | Sigtryggur Vagnsson | Stórutjarnarskóla | 4 | |
6. | Tinna Ósk Rúnarsdóttir | Hrafnagilsskóla | 3 | |
7. | Gunnar Arason | Lundarskóla | 2 | |
8. | Jóhanna Þorgilsdóttir | Valsárskóla | 1 | |
9. | Sævar Gylfason | Valsárskóla | 1 |