Fréttir

Landsmót í skólaskák 2010.

Landsmót í skólaskák hefst kl. 17.00 í dag, en það er haldið í Reykjavík. Þrír keppendur frá Akureyri taka þátt í mótinu, en þeir eru: Mikael Jóhann Karlsson sem keppir í eldri flokki, Jón Kristinn Þorgeirsson og Andri Freyr Björgvinsson keppa í yngri floknum. Í fyrstu umferð teflir Mikael við Örn Leó Jóhannsson sem er stigahæstur í flokknum, Jón Kristinn við Jón Trausta Harðarsson og Andri Freyr Björgvinsson við Kristófer Gautason sem er stiga hæstur í yngri flokknum. Jón Kristinn og Andri Freyr tefla saman í 2. umferð og þá teflir Mikael við Friðrik Þjálfa Stefánsson sem varð Íslandsmeistari í yngri flokki í fyrra. Tvær umferðir verða tefldar í dag, fjórar umferðir á morgunn, en alls verða tefldar 11. umferðir og mótinu lýkur á sunnudag. 


Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning