Fréttir

Meistaramót Skákskóla Íslands.

Sex ungmenni úr Skákfélagi Akureyrar taka þátt í meistaramóti Skákskóla Íslands sem hófst í kvöld í Reykjavík, með þrem atskákum. Mikael Jóhann er í 4.-5. sæti með 2,5 vinning.  Það eru. Mikael Jóhann Karlsson, Jón Kristinn Þorgeirsson, Andri Freyr Björgvinsson, Logi Rúnar Jónsson, Hersteinn Heiðarsson og Hjörtur Snær Jónsson. Alls verða tefldar sjö umferðir. Fjórar síðustu umferðirnar eru kappskákir. 4. umferð. hefst kl. 10.00 f.h.á morgunn og 5. umferð kl. 15.00. Mótinu lýkur á sunnudag.  Að loknum þrem umferðum er Mikael í 4. -5. sæti með 2,5 vinning. Jón Kristinn og Andri Freyr eru með 2 vinninga og Logi, Hersteinn og Hjörtur með 1 vinning. Þrír keppendur eru efstir með þrjá vinninga. Hjörvar Steinn Grétarsson, Ingvar Ásbjörnsson og Elsa María Kristínardóttir. Í 4. umferð tefla m.a. saman Mikael - Elsa María,  Jóhanna Björg Jóhannsdóttir - Jón Kristinn,  Hersteinn - Hjörtur Snær, Guðmundur Kristinn Lee - Andri Freyr.


Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning