Fréttir

Minningarmót um Margeir Steingrímsson.

Keppendur og skákstjóri.
Keppendur og skákstjóri.
Gylfi Þórhallsson sigraði á minningarmótinu sem lauk í dag, en hann fékk 6. vinninga af 7. Ólafur Kristjánsson og Stefán Bergsson urðu jafnir í 2. - 3. sæti með 5 vinninga. Tíu ára drengur Jón Kristinn Þorgeirsson náði frábærum árangri hafnaði í 5.-6. sæti með 4. vinninga.

Ungu drengirnir létu míkið á sér kveða í síðustu umferð. Úrslit í 7. og síðustu umferð urðu þessi: Gylfi náði jafntefli við hinn stórefnilega dreng Jón Kristinn Þorgeirsson sem er tíu ára, Gylfi var lengi með peði undir. Mikael Jóhann Karlsson var með betra þegar hann samdi jafntefli við Stefán Bergsson, og Andri Freyr Björgvinsson gerði jafntefli við Sigurð Arnarson og Hjörtur Snær Jónsson veitti Tómasi Veigari Sigurðssyni mikla mótsspyrnu, en varð að lúta gras að lokum. Þór Valtýsson vann öruggan sigur gegn Óskari Long og Ólafur Kristjánsson vann góðan sigur gegn Sigurði Eiríkssyni.                Loka staðan á mótinu: 

    skákstig  vinn   stig 
 1.  Gylfi Þórhallsson   2150   6  af 7. 
 2.   Ólafur Kristjánsson   2115   5   29,5 
 3.   Stefán Bergsson   2065   5   25,5
 4.   Þór Valtýsson   2045   4,5   23,5 
 5.   Tómas Veigar Sigurðarson   1845   4   24 
 6.   Jón Kristinn Þorgeirsson  1505  4   22,5 
 7.   Sigurður Arnarson   1915   3,5   24 
 8.   Mikael Jóhann Karlsson   1705   3,5   22,5 
 9.   Sigurður Eiríksson   1840  3   27 
10.   Andri Freyr Björgvinsson   1200   2,5   21 
11.   Hjörtur Snær Jónsson   1450   1   22,5 
12.   Óskar Long        0   0   23 
         
Veitt voru ýmis aukaverðlaun: Verðlaunagripir.  Ölungaverðlaun 60 ára og eldri: Þór Valtýsson.

Unglingaverðlaun: 1. Jón Kristinn Þorgeirsson. 2. Mikael Jóhann Karlsson. 3. Andri Freyr Björgvinsson.

Stigaflokkur 2000 stig og minna: Tómas Veigar Sigurðarson.

------------- 1700 stig og minna: Hjörtur Snær Jónsson.

Bókaverðlaun fengu Sigurður Arnarson, Sigurður Eiríksson og Óskar Long. Sem sagt allir keppendur fengu verðlaun!   Skákstjóri var Ari Friðfinnsson. Að loknu verðlaunaafhendingu var kaffisamsæti með smurðu brauði og heima bakað tertur sem María Stefánsdóttir sjá af miklum myndarskap.Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning