Fréttir

Opiđ hús á fimmtudögum

Skákfélagið hefur ákveðið að brydda upp á þeirri nýjung að standa fyrir opnu húsi öll fimmtudagskvöld í vetur. Stjórn félagsins hefur útfært skipulag fyrir opin hús og verður það eftirfarandi:

1.  Fyrsta fimmtudagskvöld hvers mánaðar verða fyrirlestrar um eitthvað fyrirfram ákveðið og auglýst þema. Fyrirlestrarnir verða í umsjá Sigurðar Arnarsonar en honum til fulltingis verða Tómas Veigar, Áskell Örn og fleiri. Ef tími er til geta þátttakendur gripið í tafl að fyrirlestri loknum. Fyrirlestrarnir verða þátttakendum að kostnaðarlausu.

2.  Hraðskákmót verða haldin annan og þriðja fimmtudag hvers mánaðar. Vinningum verður safnað til áramóta og þá verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Sá sigrar sem fær flesta vinninga. Aðgangseyrir er kr. 500 og er kaffi innifalið.

*Ef fimmtudagskvöldin eru fimm í mánuðinum eins og nú í september verða mótskvöldin þrjú. 

3.  Lokafimmtudagur hvers mánaðar er óskipulagður og frítt inn. Tilvalið að líta í bók, spjalla eða grípa í skák. Félagar geta komið með hugmyndir um hvernig honum skuli ráðstafað. Hægt er að senda tillögur á askell@simnet.is. 

Allar hugmyndir vel þegnar !

*Ef ákveðið er að taka mót verður það ekki reiknað með til lokaverðlauna.Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning