Fréttir

Skákţing Norđlendinga 2010. yngri flokkar.

Keppendur á mótinu.
Keppendur á mótinu.

Mikael Jóhann Karlsson, Jón Kristinn Þorgeirsson og Gunnar Arason urðu skákmeistarar Norðlendinga í yngri flokkum í dag.

Skákþing Norðlendinga í yngri flokkum fór fram á Akureyri í dag og bar Mikael Jóhann Karlsson sigur hlaut 6,5 vinning af 7. og þar með unglingameistari Norðlendinga annað árið í röð. Jón Kristinn Þorgeirsson varð annar með 6 vinninga og skákmeistari Norðlendinga í drengjaflokki og í þriðja sæti varð Hersteinn Heiðarsson með 5 vinninga. Gunnar Arason, Akureyri varð sigurvegari í barnaflokki eftir einvígi við Sævar Gylfason, Svalbarðseyri. Lokastaðan á mótinu varð þessi:

         
 1.  Mikael Jóhann Karlsson  Akureyri   6,5 af 7.   unglingameistari 
 2.  Jón Kristinn Þorgeirsson   Akureyri   6   drengjameistari 
 3.   Hersteinn Heiðarsson   Akureyri   5   2. í unglingafl. 
 4.   Andri Freyr Björgvinsson   Akureyri   4 +24 st.   2. í drengjafl. 
 5.   Hjörtur Snær Jónsson   Akureyri   4 +23,5   3. í unglingafl. 
 6.   Samuel Chaen    Svalbarðseyri   4 +21,5    
 7.  Snorri Hallgrímsson   Húsavík  3,5   3. í drengjafl. 
 8.   Logi Rúnar Jónsson   Akureyri  3   
 9.   Kristján Guðmundur Sigurðss.   Svalbarðseyri   2   
10.   Gunnar Arason   Akureyri   2 + 1 v.   barnameistari 
11.   Sævar Gylfason   Svalbarðseyri   2 + 0   2. í barnaflokki 
12.   Elís Freyr Jónsson   Akureyri   0   3. í barnaflokki. 
  Tefldar voru 15. mínútna skákir.    7. umf. eftir   monrad  kerfi. 
Skákstjórar: Gylfi Þórhallsson og Hjörleifur Halldórsson. Keppni í stúlknaflokki fer fram á Svalbarðseyri og er stefnt að það verði lokið fyrir næstu helgi.


Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning