Fréttir

Tómas Veigar sigrađi á 15 mínútna móti

Tómas Veigar og Sigurđur Arnarson
Tómas Veigar og Sigurđur Arnarson
 Fyrsta 15 mínútna mót vetrarins fór fram í félagsheimili Skákfélagsins í Íþróttahöllinni í dag. Átta skákmenn mættu til leiks, missáttir við árangur sinna manna í leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Leikar enduðu þannig að Tómas Veigar landaði flestum vinningum, eða 6 af 7 mögulegum. Í öðru sæti var Sigurður Arnarson með 5 vinninga og í þriðja sæti var Smári Ólafsson með 4. 

Að móti loknu var dregið um aukaverðlaun úr hópi keppenda . Verðlaunin, gjafabréf frá veitingastaðnum Krua Siam, komu í hlut Sigurðar Eiríkssonar.

Úrslit:

1.      Tómas Veigar Sigurðarson 6 vinningar af 7.

2.      Sigurður Arnarson 5

3.      Smári Ólafsson 4 

4.-5. Mikael Jóhann Karlsson og Sigurður Eiríksson 3½

6.   Haki Jóhannesson 2½

7.   Jón Kristinn Þorgeirsson 2

8.   Ari Friðfinnsson 1½  

15 mínútna mót

19. september 2010
    1 2 3 4 5 6 7 8 Samtals
1 Mikael Jóhann Karlsson   0 ½ 1 1 0 0 1
2 Sigurður Eiríksson 1   0 ½ 1 0 1 0
3 Ari Friðfinnsson ½ 1   0 0 0 0 0
4 Jón Kristinn Þorgeirsson 0 ½ 1   ½ 0 0 0 2
5 Haki Jóhannesson 0 0 1 ½   0 0 1
6 Tómas Veigar Sigurðarson 1 1 1 1 1   1 0 6
7 Smári Ólafsson 1 0 1 1 1 0   0 4
8 Sigurður Arnarson 0 1 1 1 0 1 1   5

Næst á dagskrá hjá félaginu er opið hús næsta fimmtudagskvöld kl. 20:00.

Barna- og unglingaæfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:00 til 18:30 Æfingagjald fram að áramótum er kr. 5000 og eru keppnisgjöld í mótum félagsins innifalin í því.Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning